Rýmingaræfing

Í rigningunni í gær æfðum við okkur í að rýma leikskólann. Siggi slökkviliðsmaður kom, setti brunakerfið í gang og fylgdist með rýmingunni. Rætt var við börnin fyrir æfinguna og ákváðu börnin á Regnboganum að fara úr sokkunum og fara út í rigninguna á tánum. Ákveðið var hins vegar að fara ekki með 1-2 ára börnin á Dropanum út í úrhellið, heldur söfnuðust þau saman í forstofunni. 

Rýmingaræfingin gekk vel og tók mjög stuttan tíma að rýma leikskólann.