Rýmingaræfing í Skýjaborg

Í morgun var haldin rýmingaræfing í leikskólanum. Þráinn og Siggi frá slökkviliðinu komu og fylgdust með. Börnin voru látin vita að það yrði rýmingaræfing, brunakerfið yrði sett á og þá þyrftu allir að hætta að leika sér og fara út. Allt fór vel fram og voru börnin mjög dugleg.