Samræmdum prófum lokið

Í síðustu viku tóku nemendur 7. bekkjar samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði, í gær og í dag tóku nemendur 4. bekkjar samræmd próf í sömu greinum. Prófin eru tekin á iPad og gengu tæknimálin vel fyrir sig. Nemendur voru nokkuð ánægðir eftir próftöku og ekki skemmdi fyrir að í lok seinna prófs í hvorum árgangi buðu matráðar upp á köku.