- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Samstarf er á milli nemenda í 1. og 10. bekk í Heiðarskóla. Nemendur bekkjanna hittast reglulega yfir skólaárið og gera ýmislegt saman. Fyrsti samstarfstíminn var í dag og voru allir mjög ánægðir með tímann. Markmið samstarfsins er að auka samheldni, hjálpsemi og stuðla að jákvæðum skólabrag. Krakkarnir byrjuðu á því að spjalla saman. Síðan var ipad verkefni, þar sem unglingarnir lásu inn á ipada 1. bekkinga hljóðbók, bækurnar sem börnin hafa verið að lesa, Sísí og Lóló o.s.frv. Notast var við appið Book recorder. Síðan fengu krakkarnir frjálsan tíma, þar sem var kubbað, litað, spjallað og hlegið. Mjög vel heppnað eins og sjá má á myndum sem komnar eru inn á myndasafnið.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |