- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var síðasti skóladagur Heiðarskóla og nemendur skólans því nú komnir í sumarfrí - gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Skólaslit voru með breyttu sniði vegna kórónaveirufaraldurs. Nemendur í 1. - 9. bekk mættu kl. 12 og dagskráin hófst á grilluðum pylsum og útileikjum. Ýmsar viðurkenningar voru veittar s.s. fyrir þátttöku í skólahreysti, setu í nemendaráði og umhverfisnefnd. Á meðfylgjandi mynd má sjá umhverfisnefnd skólans þetta skólaárið. Nemendur enduðu þennan stutta skóladag á að fara í heimastofur með umsjónarkennurum og fá afhentan vitnisburð vetrarins. Nemendur í 10. bekk mættu síðan á hátíðlega athöfn með gestum seinni partinn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |