Síðasti skólasamstarfsdagur vetrarins - fjöruferð

Í dag var samstarfsdagur skólastiganna þar sem elstu börn leikskólans og yngstu börn grunnskólans fóru saman í Grunnafjörð fyrir neðan bæinn Súlunes. Grunnafjörður er friðlýst landsvæði svo vernda megi þar bæði landslag og lífríki. Börnin töluðu um að ferðin hafi verið skemmtileg, að gaman hafi verið að finna alls konar hluti, fjúka, vaða í sjónum þótt það væri kalt að blotna, borða nesti, tína skeljar og alls konar fallegt með vinum, detta í sjóinn og finna bragðið af sjónum sem var ekki gott.