Skíðaferð unglinga

Síðast liðinn þriðjudag fóru þeir nemendur okkar í unglingadeild sem vildu í skíðaferð í Bláfjöll. Ferðin var í alla staði vel heppnuð þó að það hefði verið frekar þungbúið í upphafi dags. Sólin lét sjá sig rétt fyrir heimferð og allir kátir og glaðir með ferðina þrátt fyrir alls kyns biltur og einstaka tognanir. Á meðfylgjandi mynd má sjá glaða unglinga rétt fyrir heimferð.