- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa vikuna hafa nemendur okkar í 7. bekk ásamt umsjónarkennara sínum dvalið í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Hópurinn er þar staddur ásamt jafnöldrum úr samstarfsskólunum á Vesturlandi, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla og Reykhólaskóla. Dagskráin er búin að vera fjölbreytt og skemmtileg t.a.m. kennslutímar, sund, íþróttir, gaga, diskó, kvöldvaka og síðast en ekki síst skemmtileg samvera fyrir hópinn og tækifæri til að kynnast öðrum krökkum. Hópurinn er væntanlegur heim seinni partinn í dag og vonum við að veðrið verði gengið yfir svo ferðaplön standi. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn ásamt Sóleyju umsjónarkennara.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |