Skólabúðir í Reykjaskóla

Þessa vikuna voru nemendur okkar í 7. bekk í skólabúðum á Reykjum ásamt öðrum nemendum úr samstarfsskólunum á Vesturlandi. Krakkarnir stóðu sig vel og ber að hrósa þeim fyrir almenna kurteisi og áhuga á dagskránni sem skólabúðirnar buðu upp á. Þeir voru mikið saman sem hópur en voru líka duglegir að kynnast nemendum úr öðrum skólum. Allir komu glaðir heim nú í morgun eftir vel heppnaða dvöl á Reykjum og sumir höfðu orð á því að þeir hefðu viljað vera lengur. Meðfylgjandi er mynd af hópnum sem tekin var á fyrsta degi.