- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær kom Skrímslahópur, elsti árgangur í Skýjaborg, í sína fyrstu heimsókn í Heiðarskóla. Hópurinn byrjaði í íþróttasalnum í Heiðarborg og gekk síðan í hávaðaroki yfir í Heiðarskóla þar sem skólastjóri tók á móti hópnum og sýndi þeim alls kyns króka og kima í skólanum. Einnig var kíkt í heimsóknir inn í kennslustundir og víða urðu fagnaðarfundir þegar börnin hittu systkini sín. Á meðfylgjandi mynd má sjá Skrímslahóp vera að skoða kæliklefann í mötuneyti Heiðarskóla. Fyrirhugað er að börnin mæti 5 sinnnum í viðbót á haustönn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |