- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í þessari viku byrjaði skólasamstarfið okkar aftur eftir frí. Þrátt fyrir töluverða fjarlægð á milli Skýjaborgar og Heiðarskóla leggjum við áherslu á að halda góðu samstarfi skólastiganna. Skipulagðir eru 7-8 dagar á hverri önn þar sem elsti árgangur í Skýjaborg fer ásamt kennara með rútu í Heiðarskóla eða fer í vettvangsferð með 1. bekk utan veggja skólans. Myndast hefur hefð í skólaheimsóknum að íþróttakennari tekur á móti börnunum, fyrir áramót fara þau í íþróttir og eftir áramót í sund. Fyrsta ferð ársins gekk vel og nutu börnin sín vel í sundi. Eftir sund fara þau yfir í Heiðarskóla og gera misjafna hluti eftir áhuga hverju sinni. Í þessari viku skoðuðu þau meðal annars listgreinastofurnar.
Markmið samstarfs á milli skólastiganna er að:
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |