Skólasamstarfið

Skólasamstarfið er í fullum gangi. Í dag fékk Grjónagrautahópur (elsti árgangur í Skýjaborg) að borða hádegisverð í fyrsta skipti í Heiðarskóla. Börnin höfðu áður farið í sund, kíkt á vini sína í skólanum, tekið þátt í ávaxtastund og frímínútum og gert pítsubrauð í heimilisfræði sem vakti mikla lukku. Eftir helgina hefst síðan Skýjaborgarval í unglingadeild, nemendur fá þá fræðslu um leikskólastarfið, þroska barna, skyndihjálp o.fl. og síðan fá unglingar í fámennum hópum að kíkja einn dag í Skýjaborg og taka þátt í leikskólastarfinu undir handleiðslu starfsfólks.