- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Skólasamstarf Skýjaborgar og Heiðarskóla hefur gengið vel á haustönninni. Elsti árgangur Skýjaborgar, Stafahópur, kom alls 8 sinnum í Heiðarskóla og kynnti sér starfið þar. Krakkarnir nýttu íþróttahúsið, þeir skoðuðu lækinn og útivistarsvæðið. Þeir fóru í skoðunarferð um skólann og sáu nemendur í hinum ýmsu verkefnum. Börnin prófuðu fótboltavöllinn, að borða hádegismat, fara í frímínútur og vera í kennslustund með 1. bekk. Þau fengu líka að horfa á óperu með 1. - 4. bekk og skoða og leika sér í leikherbergi Heiðarskóla. Börnin tóku þátt í Fullveldishátíð skólans. Í myndaalbúm eru komnar nokkrar myndir frá síðasta skólasamstarfsdeginum á þessu ári.
Börnin í 1. bekk heimsóttu vini sína í Skýjaborg snemma í haust og fengu að leika úti og inni. Þau fóru aftur í heimsókn í byrjun aðventunnar og sáu jólaleiksýningu með vinum sínum í leikskólanum. Á Degi íslenskrar tungu fóru nemendur í 3. bekk í leikskólann og lásu fyrir leikskólabörnin. Krakkarnir fengu einnig að leika. Næstu vikur og mánuði verður hlé á skólasamstarfinu. Það hefst aftur fimmtudaginn 23. febrúar 2017.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |