Skólasamstarfið

Skólasamstarfið hófst aftur á nýju ári í síðustu viku en þá heimsóttu börnin í 1. bekk vini sína í Skýjaborg. Elstu börnin í Skýjaborg komu í Heiðarskóla í dag í fyrstu skólaheimsóknina af átta á vorönninni. Börnin fara í sund, þau hitta vini sína í 1. bekk og taka þátt með þeim í skólaverkefnum, þau æfa sig að fara út í frímínútur og borða hádegisverð. Dagurinn í dag var einstaklega vel heppnaður og við þökkum vinum okkar kærlega fyrir komuna. Í myndaalbúm Heiðarskóla eru komnar myndir.