Skólasamstarfið

Á dögunum hittust nemendur í 7. bekk og Fílahópur úr Skýjaborg á bókasafninu í Heiðarskóla. Tilefnið var að nemendur í 7. bekk eru að hefja undirbúning fyrir stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í mars 2020. Fílahópur hlustaði af athygli á nemendur lesa af mikilli innlifun skemmtilegar sögur um Snúð og Snældu, Óla Þór og Fúsa og Frikka. Sannkölluð gæðastund!