Skólasamstarfið

Fimmtudaginn 12. október s.l. kom Stjörnuhópur, elsti árgangur leikskólans, í fyrsta sinn í skólaheimsókn í Heiðarskóla. Börnin hófu daginn hjá Helgu í íþróttahúsinu, síðan þau hittu skólastjóra sem sýndi börnunum skólann, þau fengu m.a. að kíkja inn í stóra ísskápinn í mötuneytinu, leika í leikherberginu og skoða bókasafnið. Börnin virtust áhugsöm og ekki annað að sjá en þau væru spennt að skoða alls konar í Heiðarskóla. Margt að sjá á fyrsta degi en stefnt er að því að skólasamstarfið verður með fjölbreyttum hætti í vetur. Óhætt er að segja að það ríki  ávallt mikil eftirvænting í fyrstu heimsókn vetrarins. Í myndaalbúm eru komnar myndir.