Skólasamstarfið

Í dag mættu börnin í elsta árgangi Skýjaborgar, Eiturslönguhópur, í sína 4. skólaheimsókn á vorönn. Á vorönn hefur hópurinn æft sig í sundi ásamt því að kíkja í leikstofu, bókasafn, myndmenntastofu og hitt vini sína í skólanum. Hópurinn snæddi sinn fyrsta hádegisverð í skólanum í dag. Maturinn vakti mikla ánægju og börnunum fannst hann góður.