- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Rósahópur, elsti árgangur barna í Skýjaborg, kom í sína fyrstu skólaheimsókn í Heiðarskóla í gær. Börnin fimm byrjuðu í íþróttasalnum í Heiðarborg hjá Sólrúnu kennara í skemmtilegum verkefnum. Síðan komu börnin í Heiðarskóla þar sem skólastjóri tók á móti þeim og sýndi þeim skólann. Á stöku stað urðu fagnaðarfundir þegar börnin hittu eldri systkini. Börnin fengu ávexti og áttu góða stund í leikstofunni í lok heimsóknar. Rósahópur kemur alls sex sinnum til okkar á haustönn og tekur m.a. annars þátt í Fullveldishátíðinni okkar sem haldin verður fimmtudaginn 28. nóvember.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |