Skólasamstarfið

Skólasamstarf Skýjaborgar og Heiðarskóla gengur vel. Á meðfylgjandi mynd má sjá 5 af 6 börnum sem verða að öllum líkindum nemendur 1. bekkjar á næsta skólaári. Börnin mæta með rútu í Heiðarskóla á þriðjudögum alls 6 sinnum. Sl. þriðjudag æfðu börnin sig í fyrsta skipti að borða hádegismatinn í Heiðarskóla auk þess sem þau fóru í sund, á bókasafnið og hittu vini sína í 1. og 2. bekk. Nk. þriðjudag ætla börnin m.a. að setja niður fræ.