- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Elsti árgangur leikskólans kom í fyrstu skólaheimsókn haustannar í morgun. Börnin koma alls átta sinnum fyrir áramót. Þau byrjuðu á að fara í íþróttatíma með Helenu íþróttakennara. Síðan hittu þau vini sína í 1. bekk. Börnin settust í hring og sögðu nafnið sitt, aldur og heimilsfang og fengu perur í ávaxtastund, þau spjölluðu og fengu frjálsan tíma í leik. Hægt var að lita, kubba, leika með lego og fleira. Krakkarnir náðu vel saman og áttu góða stund með vinum sínum. Síðan var farið í frímínútur í rigningunni og það var mjög gaman. Að lokum fóru börnin á bókasafnið þar sem Sigga Vill las fyrir þau sögu. Vel heppnaður dagur með vinum okkar úr leikskólanum. Fullt af myndum komnar í myndalbúm.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |