Skólasamstarfsferð

Í dag fóru börnin í 1. og 2. bekk ásamt elstu börnunum í leikskólanum á Akranes. Tilefnið var að horfa á skemmtilega sýningu í Tónbergi á Akranesi sem ber heitið: Maxímús trítlar í tónlistarskólann. Börnin höfðu einstaklega gaman af sýningunni og við þökkum Tónlistarskólanum kærlega fyrir gott boð og skemmtilega sýningu.