Skólasetning Heiðarskóla 24. ágúst með breyttu sniði vegna Covid - 19

Skólasetning Heiðarskóla verður mánudaginn 24. ágúst. Í ljósi aðstæðna um takmarkanir vegna Covid – 19 verður setningin þrískipt sem hér segir:

1. – 4. bekkur mætir kl. 14:00

5. – 7. bekkur mætir kl. 15:00

8. – 10. bekkur mætir kl. 16:00

Mælst er til þess að einungis einn forráðamaður fylgi hverjum nemanda á skólasetninguna og biðjum við forráðamenn að huga að tveggja metra reglu og persónulegum sóttvörnum samkvæmt gildandi tilmælum. Stutt athöfn verður í matsal skólans og nemendur fá afhenta stundatöflu vetrarins. Boðið verður upp á kaffi, kleinur og hveitikökur með hangikjöti. Hlökkum til að sjá nemendur og forráðamenn á skólasetningu.

Starfsfólk Heiðarskóla