Skólaslit á morgun kl. 16:00

Í dag var síðasti skólaakstursdagur skólaársins. Á morgun eru skólaslit og hefjast þau kl. 16:00, á dagskrá er m.a. stutt athöfn þar sem við fáum að vita hvort við fáum grænfánann afhentan í sjötta sinn, ávörp, ýmsar viðurkenningar og síðast en ekki síst útskrift nemenda í 10. bekk. Að athöfn lokinni fara aðrir bekkir í heimastofur og fá vitnisburð vetrarins. Kaffiveitingar í lokin. Allir hjartanlega velkomnir.