Skólaslit Heiðarskóla

Skólaslit Heiðarskóla voru haldin við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 4. júní s.l., þar með lauk 53. starfsári skólans. Hæst ber að nefna útskrift nemenda í 10. bekk.  Að þessu sinni útskrifuðust 12 nemendur. Útskriftarnemar fengu rós, bók og birkiplöntu í kveðjugjöf frá skólanum. Við óskum útskriftarnemum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með áfangann. Viðurkenningu fyrir frammúrskarandi árangur í list- og verkgreinum hlaut Unndís Ida Ingvarsdóttir og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í bóklegu námi hlutu þær Ástdís Birta Björgvinsdóttir og Fríða Sif Atladóttir. 

Þrír starfsmenn skólans voru kvaddir á skólaslitunum, Dóra Líndal Hjartardóttir, Guðbjörg Jakobsdóttir og Hugrún Olga Guðjónsdóttir. Allar fá þær bestu þakkir fyrir samstarfið og vel unnin störf á liðnum árum.  Nemendur í 1. - 9. bekk fengu vitnisburði vetrarins ásamt birkiplöntu. Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffiveitingar.

Skólasetning skólaársins 2019-2020 verður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 16:00 í Heiðarskóla.