- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær voru skólaslit Heiðarskóla. Sannkölluð hátíðarstemning var í salnum þegar veittar voru viðurkenningar fyrir nefndar- og félagsstörf, töltmeistari skólans Rakel Ásta Daðadóttir fékk farandbikar og stigahæsti bekkur skólans á íþróttadegi, 10. bekkur, fékk farandskjöld. Vinningsatriðið úr hæfileikakeppni var flutt, gestir sungu saman Heiðarskólalagið og útskriftarnemi spilaði River Floas. Hápunktur athafnarinnar var útskrift nemenda í 10. bekk. Að þessu sinni útskrifuðust sex nemendur; Bjarki Rúnar Ívarsson, Ester Elfa Snorradóttir, Gabríel Tandri Bjarkason, María Björk Ómarsdóttir, Óskar Örn Greve Bjarnason, Weronika Anna Latka. Við erum stolt af þessum hópi og óskum þeim velfanaðar í lífinu. Aðrir nemendur skólans fengu afhentan vitnisburð vetrarins. Girnilegar kaffiveitingar voru í lokin. Í myndaalbúm skólans eru komnar myndir frá skólaslitunum.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |