- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Rauði kross Íslands er 90 ára um þessar mundir og af því tilefni býður hann öllum grunnskólanemendum landsins upp á skyndihjálparkynningu. Í gær fengu nemendur Heiðarskóla kynningu í skyndihjálp frá þeim Gerðu Bjarnadóttur og Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Þær sýndu nemendum myndband um skyndihjálp, minntu á neyðarnúmerið 112 og fyrstu viðbrögð í skyndihjálp. Sérstaklega var fjallað um hjartahnoð, aðskotahlut í hálsi, blæðingu og bruna. Þær afhentu skólanum einnig veggspjald um fyrstu viðbrögð í skyndihjálp. Nemendur hlustuðu af athygli og fengu í lokin að æfa hjartahnoð á dúkkum. Takk kærlega fyrir okkur. Komnar myndir á myndasafnið.
| 
 Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is | 
 Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |