- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það er orðinn fastur liður í skólastarfinu að vera með sögustund við varðeld í janúar í vetrarmyrkrinu. Snemma í morgun kveiktum við varðeld í útinámsskeifunni okkar sem staðsett er við gamla fótboltavöllinn. Stemningin var notaleg, veður með besta móti og ekki annað að sjá en börnin hefðu ánægju af. Það voru þær Guðbjörg Haraldsdóttir, Unndís Ida Ingvarsdóttir, Fríða Sif Atladóttir, Ástdís Birta Björgvinsdóttir og Brimrún Eir Óðinsdóttir sem lásu fyrir okkur skemmtilegar sögur sem þær höfðu sjálfar samið. Við sungum líka saman eitt lag og yljuðum okkur á heitum súkkulaðidrykk við varðeldinn.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |