Spilavinir í Heiðarskóla

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn frá Spilavinum sem héldu spilastund með nemendum skólans í þremur aldursskiptum hópum. Spilin voru margvísleg og reyndu á ýmsa þætti s.s. samvinnu, rökhugsun, minni og heppni. En umfram allt var markmiðið að eiga saman góðar samverustundir og hafa gaman saman og það tókst svo sannarlega. Kærar þakkir fyrir okkur spilavinir.