Starfsmaður óskast í ræstingar við Leikskólann Skýjaborg

Laus er staða ræstingar við leikskólann Skýjaborg Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða um 38% starf (3,05 klst samkvæmt uppmælingu) og fer fram á tímabilinu 16:15 – 19:18 eða eftir samkomulagi, fimm daga vikunnar. 

  • Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg. 
  • Hreinlæti í fyrirrúmi. 
  • Sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Starfið hentar öllum kynjum. 

Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. og skal umsóknum ásamt starfsferilskrá skilað í tölvupósti til leikskólastjóra á netfangið: eyrun@hvalfjardarsveit.is. Ráðið er í starfið frá lok apríl. 

Laun samkvæmt SNS og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Eyrún Jóna Reynisdóttir, í síma 433 8530 / 892 5510 og á netfangi hér að ofan.