Starfsmaður óskast tímabundið í stöðu matráðar í leikskólanum Skýjaborg

Starfsmaður óskast tímabundið í stöðu matráðar

Auglýst er eftir starfsmanni í tímabundið starf matráðar frá 1.október 2019 til 1.janúar 2020 (kannski lengur). Vinnutíminn verður frá 11:30-15:40 alla daga vikunar, nema á miðvikudögum frá 8:10-15:40. Vinnan snýst um frágang, uppvask, þrif og undirbúning fyrir nónhressingu. 

Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar má finna hjá leikskólastjóra, Guðmundu Júlíu Valdimarsdóttur, í síma 433 8530 / 8984298 og á netfanginu gudmunda.julia.valdimarsdottir@hvalfjardarsveit.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. september næstkomandi og skal umsóknum ásamt starfsferilskrá skilað í tölvupósti til leikskólastjóra á netfangið: gudmunda.julia.valdimarsdottir@hvalfjardarsveit.is