Í gær fór fram Vesturlandshluti stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk í Laugargerðisskóla. Alls tóku þátt 10 keppendur frá Laugargerðisskóla, Auðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi og Heiðarskóla. Keppnin var mjög jöfn og allir stóðu sig einstaklega vel. Að þessu sinni voru lesnir kaflar úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Auk þess fluttu þátttakendur ljóð að eigin vali. Fyrstu þrjú sætin hrepptu þau Aldís Tara Ísaksdóttir Heiðarskóla, Þorsteinn Logi Þórðarson Grunnskólanum í Borgarnesi og Steinunn Bjarnveig Eiríksdóttir Blöndal Grunnskóla Borgarfjarðar. Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn. Heiðarskóli var stigahæsti skólinn og eftir keppni komu okkar þátttakendur við í Hyrnunni og gæddu sér á ís - hæstánægðir með daginn og árangurinn.