- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa sig í ýmis konar upplestri. Í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 5. apríl, fór svo sjálf upplestrarhátíðin fram hér í Heiðarskóla. Tíu nemendur tóku þátt að þessu sinni. Fyrst lásu þeir upp úr bókinni Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson. Bókin kom út árið 1992 og hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin það sama ár. Verkefni tvö og þrjú voru svo fólgin í því að lesa upp ljóð. Fyrst voru lesin ljóð eftir Þorstein frá Hamri í Þverárhlíð en seinna ljóðið var að eigin vali og komu úr ýmsum áttum. Allir stóðu sig með mikilli prýði og ekki var að sjá að sviðsskrekkur væri að trufla þau í lestrinum. Dómaratríóið var skipað þeim Arnheiði á Bjarteyjarsandi, Jónellu kennara og Jóni Rúnari skólastjóra. Verkefni þeirra var ekki öfundsvert enda keppnin mjög jöfn og spennandi. Eftir að hafa ráðið ráðum sínum völdu þau í þrjú efstu sætin þær Helgu Maríu, Guðrúnu og Unndísi Ídu. Þær munu því fara í Auðarskóla í næstu viku, fimmtudaginn 14. apríl nánar tiltekið, og keppa þar í upplestri fyrir hönd Heiðarskóla.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |