Stóra upplestrarkeppnin

Í gær var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Heiðarskóla. Nemendur í 7. bekk lögðu sig alla fram og sýndu mikið hugrekki þegar þeir lásu upp fyrir dómnefnd og gesti. Það var hrein unun á að hlýða, sannkölluð gæðastund þar sem allir voru að gera sitt besta í vönduðum upplestri. Dómnefnd valdi tvo fulltrúa Heiðarskóla til að taka þátt í Vesturlandshluta Stóru upplestrarkeppninna sem haldin verður í Búðardal þann 28. maí n.k. Keppendur Heiðarskóla eru þau Kjartan Brynjólfsson og Rakel Sunna Bjarnadóttir. Varamaður er Máni Blær Sigurgeirsson. Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með góða frammistöðu og skemmtilega kvöldstund.