SumarGaman í ágúst

SumarGaman fyrir börn í 1. – 4. bekk Heiðarskóla er hafið á ný eftir sumarleyfi. Enn og aftur fáum við að nýta aðstöðuna í Furuhlíð og njóta útiverunnar í Álfholtsskógi, þökkum Skógræktarfélagi Skilmannahrepps kærlega fyrir það. Eftir mikla rigningu og alls kyns upplifun í bleytunni í gær fór hópurinn í sund og ísferð í Borgarnes í dag. Það vakti mikla lukku eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fram undan eru áframhaldandi SumarGaman í Álfholtsskógi til og með 15. ágúst, m.a. grill, sveitaferð og pítsaveisla.