- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Undanfarna daga hefur verið mikið líf og fjör í SumarGaman sem að þessu sinni fór að mestu fram í Heiðarskóla.
Börnin hafa verið dugleg að leika saman og gera alls konar, m.a. farið í Borgarnes í sund og ísferð, nýtt umhverfið við Heiðarskóla inni og úti, smíðað, hoppað, grillað sykurpúða, vaðið í Leirá, leikið á skólalóðinni og borðað nesti á kaffistofu starfsmanna Heiðarskóla eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Í dag var síðasti dagur SumarGamans í júní og hópurinn eyddi honum í skógræktinni á Akranesi þar sem m.a. var farið í alls kyns leiki, boðið upp á grillaða hamborgara og frostpinna. Ekki annað að sjá en allir væru að njóta.
SumarGaman er frístundastarf á vegum Hvalfjarðarsveitar fyrir börn í 1. – 4. bekk, 10 daga í júní eftir skólaslit og 10 daga í ágúst fyrir skólasetningu Heiðarskóla.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |