Sumarlokun Heiðarskóla

Við óskum öllum gleði og sólríkra daga í sumar um leið og við þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt skólaár.

Skólinn verður lokaður frá og með mánudeginum 29. júní til og með 3. ágúst. Þeir sem eiga erindi við skólann meðan á sumarlokun stendur geta sent póst á skólastjóra á netfangið sigridur.gudmundsdottir@hvalfjardarsveit.is

Skólinn verður settur á ný mánudaginn 24. ágúst og kennsla og skólaakstur hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.