- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Survivordagurinn var haldinn í Álfholtsskógi s.l. þriðjudag. Veðrið var mjög fjölbreytt; snjókoma,slydda, rigning, sólskin, rok og logn en börnin létu það ekki á sig fá og stóðu sig með stakri prýði í skemmtilegum ratleik í skóginum. Börnin unnu saman í aldursblönduðum hópum og leystu þrautir og unnu verkefni sem tengdust lýðheilsu s.s. tannvernd, sköpun, hreyfingu, andlegri líðan, forvörnum, hvíld, samvinnu og næringu. Eftir ratleikinn voru grillaðir hamborgarar og í lokin sýndu hóparnir leikföng sem þeir höfðu hannað úr verðlausu efni. Leikföngin voru einstaklega frumleg og skemmtileg og vöktu mikla lukku. Í myndaalbúm eru komnar skemmtilegar myndir frá Survivordeginum.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |