Survivordagur Heiðarskóla

Í dag fór skólastarf Heiðarskóla fram í Álfholtsskógi á survivordegi. Nemendur unnu alls kyns verkefni í sínum námshópum. M.a. var kveiktur eldur, tálgaðar greinar, reist skýli, farið í ratleik en vinsælasta verkefnið var svokallað "acrosport" þar sem nemendahópar stilltu sér upp í alls kyns stellingar. Í hádeginu voru grillpinnar, grænmeti og maísstönglar. Veðrið var einstakt og að sjálfsögðu var góður tími fyrir alla til að njóta náttúrunnar og samveru á dásamlegum degi.