- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fórum við í sveitaferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri. Við áttum dásamlegan dag þar sem Arnheiður og Þórdís okkar tóku á móti okkur. Háskólastúdentar frá Bandaríkjunum fengu að fylgja okkur og gerði það daginn okkar bara ennþá skemmtilegri. Frábært fólk þar á ferð. Við kíktum í hænsakofann hennar Þórdísar, fórum í fjárhúsin þar sem við lékum í hlöðunni, sáum kanínur og kanínuunga, kindur með lömbin sín og kindur að bera. Fyrir utan voru hestar og geit með kiðlinginn sinn. Við röltum einnig niður í fjöru þar sem við skoðuðum krabba, ígulker og fleira. Við enduðum svo heimsóknina á að fá okkur pylsur og leika á leikvellinum. Það var líka mikið sport að fara í skólarútuna eins og stóru krakkarnir. Frábær dagur sem gleymist seint.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |