- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Mánudaginn 8. maí fór Skýjaborg í vel heppnaða sveitaferð að Hvítanesi. Bændurnir Margrét og Marinó tóku einstaklega vel á móti okkur og sýndu okkur öll dýrin sín. Við fengum að sjá hænurnar, eggin og kalkúnana. Ef við gögguðum hátt hermdi kalkúnninn eftir okkur og höfðum við gaman að því. Við fórum í fjósið og sáum nautin og kálfana og fengum að gefa þeim brauð. Við fórum í fjárhúsið, skoðuðum lömbin og þau börn sem vildu fengu að halda á lambi. Eftir alla dýraskoðunina fórum í göngutúr, fundum andahreiður og tjaldahreiður, hlupum í fjöruna og þeir sem vildu fóru aðeins að vaða í stígvélunum. Ýmsir fjársjóðir fundust í fjörunni.
Í hádeginu grilluðum við pylsur og fengum djús að drekka með.
Í lok heimsóknar sýndi Magga okkur litla hænuunga og öll fengu að halda á sem vildu.
Takk kærlega fyrir móttökurnar.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |