Sveitaferð að Hvítanesi

Á miðvikudaginn 22. maí fórum í sveitaferð þar sem Magga á Hvítanesi tók á móti okkur, sýndi okkur kálfana og nautin í fjósinu, lömbin í fjárhúsinu og hænsi og kalkúna í hænsakofanum. Öll fengu að halda á lambi og klappa tvíburakálfum sem voru inni með mömmu sinni í smá dekri. Við gengum svo niður í fjöru og fundum alls kyns spennandi fjársjóði þar. Magga gekk með okkur út í hólma og sýndi okkur nokkur hreiður með eggjum. Við enduðum svo ferðina á grilluðum pylsum. Við þökkum kærlega fyrir móttökurnar, svo dýrmætt að heimsækja nágranna okkar hér í sveitinni.