Þemadagar í Heiðarskóla - Enn betri skólabragur

Í upphafi vikunnar hófst þemavinna í Heiðarskóla sem allur skólinn tekur þátt í, þema sem stuðlar að bættum skólabrag og við köllum "ENN BETRI SKÓLABRAGUR". Það er von okkar og trú að þemavinnan verði bæði skemmtileg og gagnleg. Markmiðið er að minna okkur öll á að koma vel fram við hvert annað og að við vitum ekki allt um náungann og því svo þarft að virða líðan allra. Þemaverkefnið er í samstarfi við samtökin Erindi sem útbúið hafa efni sem gengur út á samskipti, vináttu, jákvæðni og gleði. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá mánudeginum.