Þemavika í Heiðarskóla

Þessa vikuna stendur yfir þemavika í Heiðarskóla um lífbreytileika. Nemendur í 1. og 2. bekk eru að skoða lífbreytileika í nágrenni skólans út frá könnunaraðferðinni, nemendur í 3. og 4. bekk eru að skoða hvað ef spurningar í tengslum við lífbreytileika. Nemendur á miðstigi eru í alls kyns verkefnum, m.a. að skoða dýr í útrýmingarhættu, hanna ílát fyrir fuglafræ sem síðan verða fyllt af fuglamat sem búinn verður til á staðnum. Nemendur á unglingastigi eru í fjölbreyttum verkefnum og verkefnaskil eru farin að streyma inn á loftslagsvefinn okkar sem finna má á heimasíðu skólans. Slóðin er: https://heidarskoli.wixsite.com/loftslag/l%C3%ADfbreytileiki