- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í þessari viku vinna allir nemendur skólans þemaverkefni og þemað er loftslagsbreytingar.
Á yngsta stigi eru krakkarnir að skoða matarsóun. Matarsóun í heiminum er gríðarleg og áætlað er að 1/3 af þeim mat sem framleiddur er í heiminum sé hent. Matvælaframleiðsla útheimtir gríðarlega orku og því myndum við minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda heilmikið með því að aðlaga matvælaframleiðsluna að raunverulegum þörfum okkar. Börnin á yngsta stigi vinna fjölbreytt verkefni t.d. að gera könnun innanhús um matarsóun, vigta eigin matarleifar, spá í hvernig við getum nýtt afganga, hugsa um skammtastærðir á matardiskum og gera slagorð um matarsóun.
Á miðstigi eru nemendur að vinna með loftslagsbreytingar í hópavinnu. Hver hópur á að skila verkefni sem inniheldur listaverk, rafrænt verkefni og myndband um efnið og texta sem inniheldur svör við spurningunum; hvað eru lofslagsbreytingar, hvaða afleiðingar hafa þær og hvernig getum við spornað við þeim?
Unglingastigið hefur nú þegar kynnt sér myndbönd um lofslagsbreytingar út frá sjónarhorni þeirra sem segja þær eðlilegar og þeirra sem segja að við verðum að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda strax. Krakkarnir vinna einnig hópverkefni um orsakir, sögu og afleiðingar lofstlagsbreytinga.
Inn á myndasafnið eru komnar myndir sem teknar voru í þemavinnunni í dag.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |