- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa vikuna eru nemendur okkar í 1. – 3. bekk í uppbyggingarþema sem gjarnan er nefnt uppeldi til ábyrgðar. Áherslan í þemanu er á þarfakynningu og hlutverk barnanna og starfsmanna í skólanum. Aðferðafræði byrjendalæsis er nýtt í vinnunni þannig að börnin nota talað mál, lestur, hlustun og ritun sem leið til að læra um þarfir og mismunandi hlutverk. Einnig stendur til að krakkarnir geri viðhorfskönnun og súlurit í tenglsum við þemað og þar kemur stærðfræðin sterk inn. Verkefnið er samþætt og í góðum tenglsum við gildi skólans; vellíðan, virðing, metnaður og samvinna. Uppeldi til ábyrgðar er hugmyndafræði sem ýtir undir jákvæð samskipti, sjálfstjórn og sjálfsaga, ábyrgð á eigin orðum og gerðum, læra af mistökum í samskiptum og þekkja sína styrkleika.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |