- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þorrablót Heiðarskóla var haldið s.l. fimmtudag. Blótið hófst á skemmtun í matsal þar sem sungin voru nokkur lög og hvert og eitt stig sá um skemmtiatriði. Unglingar settu upp fjölbreytta þraut þar sem fulltrúar frá yngsta stigi, miðstigi, unglingastigi og úr starfsmannahópnum öttu kappi í æsispennandi leik sem gekk út á að koma blýanti ofan í flösku, ná epli upp úr vatnsbaði með hendur fyrir aftan bak og í pokahlaupi. Nemendur á miðstigi skipulögðu stólaleik með fulltrúa úr hverjum bekk. Mikið fjör var í þeim leik og keppendur hlupu um allan skólann í leit að því sem átti að finna hverju sinni. Nemendur á yngsta stigi voru með söngatriði, sjá á meðfylgjandi mynd. Eftir skemmtun var boðið upp á hefðbundinn Þorramat sem féll misvel í kramið. Ýmist fannst fólki um veislu að ræða meðan aðrir héldu nánast fyrir nefið.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |