Þorrablót Heiðarskóla

Í dag var Þorramatur á borðum í Heiðarskóla, sumir héldu fyrir nefið meðan aðrir smökkuðu alls kyns kræsingar. Að þessu sinni náðum við ekki að halda hefðbundið Þorrablót með skemmtiatriðum í sal skólans vegna gildandi takmarkana en hvert og eitt stig gerði blótinu hátt undir höfði með fjölbreyttum verkefnum í heimastofu.