- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag héldum við Þorrablót Heiðarskóla við mikinn fögnuð. Stutt skemmtun var haldin í matsal skólans þar sem hvert og eitt stig sá um leiki og skemmtiatriði. Yngsta stigið söng skólarapp, miðstigið sá um hinn sívinsæla stólaleik og unglingastig var með alls kyns þrautaleiki. Á milli atriða var sungið og dansað. Eftir skemmtun var boðið upp á dýrindis Þorramat og voru nemendur hvattir til að smakka sem flestar tegundir og fylla út gátlista um það hvað hver og einn smakkaði. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur á miðstigi sem ákváðu að smakka sem flestar tegundir.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |