- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur okkar í unglingadeild fóru í vorferðalag í Þórsmörk í byrjun vikunnar. Hér kemur ferðasaga frá umsjónarkennurum:
Ferðin okkar í Þórsmörk gekk vel. Við byrjuðum ferðina á lasertag í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, að því loknu fengum við okkur pítsu. Þá var ferðinni heitið í Þórsmörk. Við mættum í þangað í fínasta veðri og allir hjálpuðust að við að bera farangur í skálann. Þegar í skálann var komið áttuðu nemendur og reyndar Berglind sig á því að það voru engar innstungur í skálanum. Símarnir allir meira og minna að verða batteríislausir og já það má með sanni segja að fólk var í uppnámi. Þegar leið á kvöldið komst ró í mannskapinn hvað varðar símaleysið og það nutu sín allir við sitt. Spjall, spil, prjón og útiveru. Daginn eftir gengum við í Húsadal, þar sem nokkrir böðuðu sig í volgri laug sem er þar og fóru í sturtu. Enn aðrir fóru og skoðuðu sig meira um í náttúrunni. Um kvöldið var skipt í lið og við fórum í Pub kviss. Ferðin snerist að miklu leyti um samveru og að njóta sín í fallegri náttúru og okkur sýndist að krakkarnir hafi notið þess.
Bekkirnir fengu allir verkefni hvað varðar frágang eftir borðhald, það voru allir viljugir og duglegir að ganga frá. Á heimleiðinni var komið við í Ísbúð Huppu á Selfossi þar sem þeir sem vildu fengu ís í brauði. Flestir þáðu það, enda frábær ís. Við fengum hrós í lasertag og frá skálaverði, bæði hvað varðar hegðun og umgengni. Við vorum stolt af okkar hóp. Enda með eindæmum flottir krakkar.
Heiðarskóli 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8525 Netfang: heidarskoli@hvalfjardarsveit.is |
Skýjaborg Innrimel 1 | 301 Akranes Aðalnúmer: 433 8530 Netfang: skyjaborg@hvalfjardarsveit.is |