Tilfinninga-Blær - gjöf

Í morgun komu Forsvarsmenn frá Minningarsjóði Einars Darra sem eru okkur nærri og afhentu okkur bókina Tilfinninga-Blær að gjöf. Verður öllum leikskólum á landinu gefið eintak af bókinni. Tilfinninga-Blær er fræðslubók um tilfinningar ætluð börn á aldrinum 2-8 ára. Bókin er skrifuð af forvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. 

Þetta er flott framtak sem nýtist vel. Það þurfa allir að læra að þekkja tilfinningar sínar.

Takk kærlega fyrir góða gjöf forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra og forsvarsmenn Allir gráta.